pollasokkar
1 2 3 4 5

pollasokkar

2.990 kr.
Fjöldi:

Til baka

Pollasokkarnir eru ætlaðir fyrir minnstu krílin til að vera í utanyfir ullarsokka  (Passar á fætur í allt að stærð 22), Þeir eru alveg vatnsheldir upp að ökla. Sokkarnir eru í einni stærð og hægt er að fá þá í 8 litum. Ef óskað er eftir að fá þá tvílita þá er hægt að gefa upp aukalitinn í "skilaboð" inn í pöntunarkerfinu þegar gengið er frá pöntun.

Pollasokkarnir eru ekki fóðraðir að innan. Reynslan mín með daggæslubörnin
var að það var hagkvæmara að hafa lagskipt föt, þ.e.a.s til dæmis ekki fóðraða pollagalla, heldur
bara hefðbundna og flísgalla sem var þá hægt að sleppa ef það var of hlítt.

Eins með pollasokkana, að ef það er mjög kalt þá er betra að vera bara í tvennum ullarsokkum,
einum passlegum og öðrum stærri (t.d. af eldra systkyni?) og svo pollasokkana. Svona
þurfa þeir ekki að fara eins oft í þvott, sem fer illa með vatnsheldnina í öllum vatnsheldum efnum.
Nóg oftast að skola þá bara í vaskinum ef þeir eru skítugir, strjúka mestu bleytuna af þeim og
hengja til þerris, þá eru þeir tilbúnir til notkunar næsta morgun :0)

#
-Er búin að fá pollasokkana og vildi bara þakka fyrir snögga og góða þjónustu, snilld að geta farið út með stráknum og geta leyft honum að skríða og leika í snjónum án þess að hafa áhyggjur af því að hann blotni í fæturnar.

Takk fyrir okkur

Guðný Berglind Garðarsdóttir   09. mars kl 17:15